Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvert er loðnasta dýr í heimi?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu. Samkv...
Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?
Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora). Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að m...
Hvernig hafa fuglar mök?
Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...
Af hverju er blóð yfirleitt rautt?
Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífræna...
Af hverju deyr maður úr elli?
Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða. Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og ...
Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?
Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...
Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?
Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða. Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hrin...
Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarna...
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Af hverju er þvag gult?
Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þa...
Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?
Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...
Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...
Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?
Flestir eru með hár yfir augunum. Sumir sjá ofsjónum yfir hárunum og plokka þau af til að snyrta sig. Stundum getur farið svo að öll hárin hverfa og þá er hægt að teikna hárlínuna aftur á með augnblýanti. Orðið sem við notum yfir þessi hár er augabrún í eintölu og einnig þekkist orðmyndin augnabrún. Í fornu ...
Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?
Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...