Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust
Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?
Aðmírálsfiðrildi eru nokkrar tegundir innan ættarinnar nymphalidae (Lepidoptera). Þetta eru hraðfleyg skordýr og mjög í uppáhaldi hjá söfnurum vegna þess hversu litskrúðug þau eru. Að öllum líkindum er rauði aðmírállinn (Vanessa atalanta) kunnast af þessum fiðrildum vegna þess hversu mikla útbreiðslu það hefur. Þa...
Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...
Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?
Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu. Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýs...
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?
Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...
Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?
Ritið sem við köllum Biblíu er í raun margar bækur enda þýðir orðið biblía bækur. Við skiptum Biblíunni oftast í tvennt og tölum um Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 39 rit og það er upprunalega ritað að mestu á hebresku. Í Nýja testamentinu eru 27 rit og það var fyrst ritað á grísku....
Úr hverju þróuðust hvalir?
Vísindamenn telja líklegast að allir hvalir nútímans séu komnir af skepnu sem kallast mesonychid. Það var dýr sem leitaði í vatn fyrir um 55 milljónum ára. Ástæðan fyrir því að mesonychid leitaði "aftur til hafsins" er líklega sú að samkeppni um fæðu var of mikil á landi. Líkleg heimkynni mesonychid fyrir þe...
Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...
Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt? Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið ...
Hvernig er dýralífið í Bretlandi?
Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?
Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum ei...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?
Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...
Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?
Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...