Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 953 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk gestum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar á Egilsstöðum?

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Egilsstöðum laugardaginn 26. maí 2018. Vísindavefur HÍ lagði þar þrautir fyrir íbúa Egilsstaða og aðra gesti. Í þetta skiptið voru þrautirnar átta talsins. Flestum tókst að raða saman teningnum en fæstir réðu við Gátu Einsteins. Þær Tinna Sóley Hafliðadóttir og ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?

Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða flei...

category-iconSálfræði

Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í ...

category-iconHugvísindi

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?

Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar. Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir op...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er hornskeifa?

Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana. Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og ne...

category-iconHugvísindi

Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?

Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert. Ark...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er blóð?

Blóð samanstendur af blóðvökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðfrumurnar eru þrenns konar; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Af þessum þremur tegundum fruma eru rauðkornin fyrirferðamest því við eðlilegar aðstæður mynda þau um 45% af blóðinu. Lesa má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt geta fílar hlaupið?

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?

Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?

Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?

Orðið purka, sem er síðari liðurinn í orðinu svefnpurka, hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘gylta’ og ‘nirfill’, ‘eitthvað smávaxið’, til dæmis um smásilung, og er þá merkingu að finna í danska orðinu purk ‘smástrákur’ og í sænskum mállýskum í orðinu purka ‘stutt og digur kona’. En purka getur einnig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta hrefnur út?

Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...

Fleiri niðurstöður