Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5460 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?

Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert. Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða eldkeilur til?

Eldkeilur, en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll, myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir þv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau?

Taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Þau eru forsenda þess að taugafrumur geti haft samskipti sín á milli, að skynboð berist til heila og mænu og að hreyfiboð komist til vöðva. Boðflutningur innan taugafrumu byggist á hreyfingu jóna inn og út úr henni, en...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa: If you sing at your table and dance by your bed you'll have no ...

category-iconHugvísindi

Hvar er Adolf Hitler grafinn?

Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?

Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...

category-iconLandafræði

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...

category-iconLandafræði

Hvað er landafræði?

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?

Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?

Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconSálfræði

Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?

Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar. Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum k...

category-iconNæringarfræði

Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?

Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...

Fleiri niðurstöður