Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8499 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í september 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör septembermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi? Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur? Af hverju er Evrópusambandið að...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í ágúst 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör ágústmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvað er ebóluveiran? Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina? Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim? Var líkið af Walt Disney virkilega fryst...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar? Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabba...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvaða munur er á leysiljósi og öðru ljósi?

Munurinn á leysiljósi og ljósi algengra ljósgjafa til dæmis sólar, kertis, ljósaperu, ljóspípu eða ljóstvists (e. LED) er sá, að bylgjulengd (eða sveiflutíðni) ljóss leysisins takmarkast við örþröngt bil í rófi rafsegulbylgna, en ljós hinna ljósgjafanna dreifist þar yfir umfangsmikið svæði. Ljós leysis er þess ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?

Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?

Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun....

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?

Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum. Bjarni er höfundur bókarinnar The Conti...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...

category-iconVísindi almennt

Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?

Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?

Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...

Fleiri niðurstöður