Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1766 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru klumpahraun?

Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...

category-iconFélagsvísindi

Gátu neanderdalsmenn talað?

Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað komast mörg eintök af Merkúríusi fyrir inni í jörðinni?

Í svari við spurningunni Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? eftir Sævar Helga Bragason má sjá þvermál fyrir Merkúríus og jörðina. Af tölunum að dæma sjáum við að jörðin er stærri en Merkúríus þó að við getum ekki ályktað strax hve miklu stærri hún er. Áður en við lítum be...

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...

category-iconEfnafræði

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconJarðvísindi

Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?

Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...

category-iconLæknisfræði

Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?

Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...

Fleiri niðurstöður