Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1261 svör fundust
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...
Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?
Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsp...
Hvað er Plútó langt frá jörðu?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?
Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...
Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?
Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi. Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 19...
Af hverju eru holur á tunglinu?
Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...
Til hvers þurfum við tær?
Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...
Getur afstæð tónheyrn orðið algjör með æfingu?
Í stuttu máli sagt er svarið við þessari spurningu umdeilt. Víst er að til er ýmiss konar námsefni, þar á meðal tölvuforrit, sem eiga að kenna fólki algjöra tónheyrn. Líklega þarf að taka þeim fögru fyrirheitum sem gefin eru í auglýsingum fyrir slíkt námsefni af sömu varkárni og öðru auglýsingaskrumi. En þessari s...
Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...
Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...
Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?
Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...
Virka einhver hljóðfæri ekki í þyngdarleysi?
Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir. Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu...
Hvernig varð jörðin til?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...