Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 648 svör fundust
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...
Hver eru helstu einkenni skriðdýra?
Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...
Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?
Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Hvað er hraun og hvað er kvika?
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...
Hvað eru surtseysk eldgos?
Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...
Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?
Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjö...
Voru skordýr til á undan risaeðlum?
Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...
Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?
Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...
Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar? Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabba...
Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?
Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdro...
Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfir...
Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?
Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...
Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...