Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1001 svör fundust
Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?
Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...
Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist?
Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um gæsahúð. Þær fjalla allar um það af hverju við fáum gæsahúð þegar við verðum fyrir hughrifum af tónlist eða við aðra tilfinningalega upplifun. Hér eru nokkur dæmi um spurningarnar:Hvað veldur því að dramatísk og mikilfengleg tónlist skapar gæsahúð hjá fólki? (Magn...
Er Atkins-kúrinn hollur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...
Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út u...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...
Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?
Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?
Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...
Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?
Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...
Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?
Sögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-): Eintala 1. persónasmíða-ði 2. persónasmíða-ðir 3. persónasmíða-ði Fleirtala 1. persónasmíðu-ðum 2. persónasmíðu-ðuð 3. persó...
Hvað merkir holið í Hollandi?
Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...
Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?
Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...