Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?

Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreik...

category-iconJarðvísindi

Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?

Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?

Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?

Spurningin í heild var sem hér segir: Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna:...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hverju og hvernig var hringleikahúsið í Róm byggt?

Hringleikahúsið í Róm (Colosseum) var reist 72-96 eftir Krist og tók 50,000 áhorfendur. Það var fjögurra hæða hátt og hægt var að draga tjald alveg yfir það til þess að skýla áhorfendum fyrir sól og regni. Hringleikahúsið er hlaðið úr steini en gólfið var bara sandur. Undir sandinum voru fangaklefar dýranna...

category-iconLögfræði

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi...

category-iconFornleifafræði

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?

Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...

category-iconJarðvísindi

Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?

Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V. Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sýnt mér mynd af aborra?

Aborri (Perca fluviatilis, e. European perch) er ferskvatnsfiskur sem lifir í vötnum og ám í Evrópu. Útbreiðsla hans af mannavöldum nær þó til fleiri landa, svo sem Ástralíu og Nýja-Sjálands, þar sem hann er vinsæll til sportveiða. Þess háttar ónáttúruleg útbreiðsla getur þó verið varhugaverð þar sem aborrinn er r...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða gjaldmiðill er í Kína og Japan?

Eitt yuan Gjaldmiðill Kína heitir renminbi og er yuan algengasta eining hans. Renminbi er skammstafað RMB og tákn yuansins á alþjóðamarköðum er CNY. Nánar er fjallað um gjaldmiðil Kína í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn? 1000 yen Gjaldmiðill Japans heitir y...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er hraðskreiðasti bíll í heimi?

Hraðskreiðasti bíll í heimi nefnist ThrustSSC, en SSC stendur fyrir supersonic car eða hljóðfráan bíl. Nafnið vísar til þess að bíllinn nær hljóðhraða. Bíllinn er knúinn tveimur þotuhreyflum og er mjög straumlínulagaður. ThrustSSC var fyrsti bíllinn til að rjúfa hljóðmúrinn, en það gerði hann 13. október árið 1...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammihlaup?

Það sem hér fer á eftir á við sælgætishlaup sem kallast „Wine gum“ og margir þekkja, en gera má ráð fyrir að annað hlaup innihaldi nokkurn veginn það sama. Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og br...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'heill á húfi'?

Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...

Fleiri niðurstöður