Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 815 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?

Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?

Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...

category-iconHugvísindi

Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?

Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...

category-iconNæringarfræði

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann. Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er pilsfaldakapítalismi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconHugvísindi

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?

Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?

Upprunalegu spurningarnar voru: Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?

Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?

Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...

category-iconNæringarfræði

Er sódavatn óhollt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er sódavatn óhollt? Hefur koltvísýringurinn slæm áhrif á líkamann?Ekki er vitað til þess að koltvísýringur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvarleg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitthvað, en í flesta gosdrykki er einnig ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?

Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

Fleiri niðurstöður