Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1334 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Stökkbreytast veirur hraðar en flóknar lífverur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru stökkbreytingar hraðari hjá veirum sem hafa fá gen, en hjá flóknari lífverum með fleiri gen? Erfðaefni flytur upplýsingar um byggingu og eiginleika lífvera milli kynslóða. Mikill munur er á stærð erfðamengja ólíkra lífvera og forma. Laukar hafa 30 milljarða basa í hverri f...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðolía?

Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt?

Hraðfleygustu almennu þotur í heimi fara á um Mach 2,0-2,5 eða 2,0-2,5 sinnum hljóðhraði, en hann er um það bil 1225 kílómetrar á klukkustund. Nútíma geimskutlur fara hins vegar tíu sinnum hraðar eða á tuttugu og fimm sinnum hljóðhraða. Við höfum fengið athugasemd við þetta svar og erum að vinna úr henni. Fyrri...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er sólin þung?

Sólin vegur 1,99*1030 (199 og 28 núll!) kg. Það þýðir að hún er jafn þung og 340.000 Jarðir. Hún er 1.392.000 kílómetrar í þvermál sem nemur 109 Jörðum en þvermál Jarðar er 12.756 kílómetrar. Sólin er 6043°C á yfirborðinu og 1.55*1026°C í miðjunni. Hún er í 149.637.000 kílómetra fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er mannslíkaminn?

Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði? Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningaror...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?

Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt: Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandle...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er flatarmál sólarinnar?

Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur ...

category-iconHugvísindi

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?

Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?

Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp krullujárnið?

Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?

Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...

Fleiri niðurstöður