Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 859 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?

Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...

category-iconTrúarbrögð

Hver er dalai lama?

Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna. Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru tundurdufl?

Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings. Tundurdufl eru oft l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?

Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?

Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?

Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?

Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...

category-iconLæknisfræði

Er túmorsjúkdómurinn í Mýrinni eftir Arnald Indriðason til í alvörunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason er talað um „túmorsjúkdóm“ (bls. 100). Er túmorsjúkdómur til? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er „túmorsjúkdómur“, hver eru einkennin og er sjúkdómurinn arfgengur? Túmorsjúkdómur er ekki nafn á sjúkdómi en læknirinn Mýrinni ef...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Pan?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus. Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans v...

category-iconLögfræði

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

Fleiri niðurstöður