Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5208 svör fundust

category-iconEfnafræði

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...

category-iconLandafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?

Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áh...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?

Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?

Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?

Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

category-iconVeðurfræði

Hver gefur óveðri nafn?

Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...

category-iconLæknisfræði

Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?

Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconLæknisfræði

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér? Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að bo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

Fleiri niðurstöður