Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6429 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru menn 70% vatn?

Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?

Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?

Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klappað og klárt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"? Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eftir hverjum heita stóru brandajól?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu: Um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...

category-iconLífvísindi: almennt

Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp? Og ef svo er, hvers vegna? Nei það skiptir ekki máli hvort sveppir eru skornir eða slitnir upp því það eru sveppaldin sem maður tínir en ekki líkami sveppsins. Líkami sveppsins er gerður úr fínlegum ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

category-iconVísindi almennt

Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?

Sement var lengi vel unnið að mestu úr íslensku hráefni og framleitt hér á landi. Sementsverksmiðja ríkisins var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók til starfa seint á árinu 1958. Verksmiðjunni var breytt í hlutafélag 1993 og tíu árum síðar keypti fyrirtækið Íslenskt sement verksmiðjuna af ríkinu. Undi...

category-iconVísindafréttir

Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nafnfræði?

Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?

Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

Fleiri niðurstöður