Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 631 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?

Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri. Í Íslenskri orðsifjabók segir að o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?

Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig draga menn seiminn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik? Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðva...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconHugvísindi

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...

category-iconUndirsíða

Tenglar

Á vegum Háskóla Íslands Háskóli Íslands Happdrætti Háskóla Íslands Orðabanki Íslenskrar málstöðvar Orðabók Háskólans Umfjöllun fyrir almenning um læknisfræði og skyld efni T...

category-iconHugvísindi

Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?

Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein: Eiginnafn skal geta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Í þessu svari er tveimur spurningum svarað: Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?

Öll spurningin hljóðaði svona: Kæri Vísindavefur HÍ. Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? ...

Fleiri niðurstöður