Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5807 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst baggalútur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því? Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að taka ökupróf og skil ekki hvað það þýðir að ferma og afferma bifreið?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Er að taka ökupróf og er alltaf að fá eitthvað um að ferma og afferma ökutæki í æfingarprófunum og ég hef ekki hugmynd hvað það er. Þannig hvað þýðir að ferma og afferma bifreið? Sögnin að ferma merkir að hlaða bifreið, skip eða flugvél vörum sem heita þá einu nafni fa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar kind er ókind?

Orðið kind hefur fleiri en eina merkingu. Það er í almennu máli notað um sauðkindina en það er einnig notað um kyn og ætt og er þá í fleirtölu kindir. Forskeytið ó- er einkum notað til að tákna andstæðu og snúa við merkingu síðari liðar eins og til dæmis ánægður – óánægður, frelsi – ófrelsi. Það er einnig notað ti...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?

Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?

Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á ...

category-iconLandafræði

Hverjar eru helstu eða stærstu eyðimerkur heims?

Hér fer á eftir tafla um fimm stærstu eyðimerkur heimsins samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Evergreen Project Adventures. Eyðimörk Staðsetning Stærð í ferkílómetrum Sahara Norður Afríka 9.065.000 Gobi Mongólía-Kína 1.295.000 Kalahari Sunnarlega í Afríku 582.000 Stóra Viktoría Ást...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Rauð augu á ljósmyndum stafa af því að leifturljós („flass“) myndavélarinnar endurspeglast frá augnbotninum. Við sjáum hluti þegar ljósið frá þeim berst augnbotnum okkar þar sem sérhæfðar frumur nema það og senda viðeigandi taugaboð upp í heila. Þessar frumur, sem nefnast keilur og stafir, eru viðkvæmar og þess...

category-iconNæringarfræði

Hvort geymist brauð betur fyrir utan ísskáp eða inni í honum?

Hægt er að svara þessari spurningu á tvo vegu eftir því hvort átt er við geymslu með tilliti til örverufræðilegra þátta eða gæðaskerðingar vegna hörðnunar brauðsins. Út frá örverufræði má reikna með að brauð geymist lengur í ísskáp heldur en í stofuhita en út frá gæðum er vænlegra að geyma það við stofuhita. Út ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?

Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er mölur?

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?

Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?

Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar verpir krían?

Krían (Sterna paradisaea) er algengur varpfugl víða um heim, þar með talið á Íslandi, en hér á landi er varpstofninn talinn í hundruðum þúsunda para. Krían verpir á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada og í Alaska. Krían verpir á nor...

category-iconLæknisfræði

Er mjólk óholl og veldur hún beinþynningu?

Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er mjólk holl? er mjólkin með næringarríkustu fæðutegundum sem völ er á. Sérstaða hennar felst meðal annars í því hversu góður kalkgjafi hún er, en kalk er mikilvægt til að byggja upp sterk bein:Því meiri kalkforði sem kemur í beinin áður en ...

Fleiri niðurstöður