Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7752 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er beindrep?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?

Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað eru dauð atkvæði og hafa þau einhver áhrif á úrslit kosninga?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýða dauð atkvæði í kosningum? Hvaða áhrif hafa dauð atkvæði á kosningaúrslit? Græða einhverjir flokkar á dauðum atkvæðum? Hugtakið dauð atkvæði (e. wasted votes) er venjulega notað um þau atkvæði sem falla á flokka eða framboð sem ekki fá neina fulltrúa kjörna til þings eða ...

category-iconLæknisfræði

Eru óbeinar reykingar óhollar?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru: Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni? Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar? Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta menn fengið fuglaflensu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Ef fugl smitast samtímis af tveimur eða fleiri inflúensuveirum (til dæmis mannaveiru og fuglaveiru) geta veirurnar skipst á erfðaefni. Slík ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?

Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma. Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefnd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kvænast samkynhneigðar konur?

Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...

category-iconHeimspeki

Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?

Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...

category-iconLögfræði

Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?

Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?

Í Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Spurt er hvaða teningum maður eigi að halda eftir ef við viljum bara fá sem hæsta summu á teningana fimm. Eðlilegt er að segja að sú leikaðferð sé best sem gefur hæ...

category-iconLögfræði

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?

Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

Fleiri niðurstöður