Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7969 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers er millikælir í dísilvélum?

Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útbl...

category-iconLandafræði

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Ath...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?

Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?

Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?

Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...

category-iconSálfræði

Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?

Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum. Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar...

category-iconLandafræði

Getið þið sagt mér allt um ána Níl?

Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lifa fiskar í vatni?

Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...

Fleiri niðurstöður