Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?
Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu. Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því ...
Í hvaða fæðutegundum er nikkel?
Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...
Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?
Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...
Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?
Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...
Hvenær er rökfærsla sönn?
Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...
Hver er uppruni íslenska tungumálsins?
Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna á...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...
Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?
Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, með...
Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...
Hvað er kurteisi?
Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...
Af hverju deyr maður úr elli?
Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða. Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og ...
Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...