Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6430 svör fundust
Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?
Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...
Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?
Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...
Hvenær byrjuðu Íslendingar að tala um djús?
Orðið djús 'ávaxtasafi' á sér ekki ýkja langa sögu í íslensku. Elsta dæmið sem fundist hefur á prenti er úr Morgunblaðinu 1961 og orðið er líka í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 sem bendir til að það hafi þá þegar verið orðið nokkuð algengt í daglegu tali. Lengi framan af virðist það sjaldgæft í ritmál...
Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er ger (það sem er notað í alls konar bakstur)? Það sem nefnt er bökunarger í daglegu tali er í raun lifandi einfruma sveppur af tegundinni Saccharomyces cerevisiae. Þetta er mjög harðger sveppur sem er víða í náttúrunni þar sem sykur er að finna, sér í lagi á þroskuðum ...
Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?
Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor emerita við Háskólann á Akureyri, sérsvið hennar er þroski barna og unglinga með sérstaka áherslu á próffræði og unglingsskeiðið. Sigrún hefur einkum stundað þvermenningarlegar (e. cross-cultural) samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á að greina og kortleggja hegðu...
Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út u...
Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?
Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megin...
Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...
Hver gefur óveðri nafn?
Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?
Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins o...
Hversu erfitt þarf að vera að breyta stjórnarskrám?
Segja má að meginhlutverk stjórnarskrár í lýðræðisríkjum sé af tvennum toga. Annarsvegar að stjórnarskráin sé traustur og öruggur rammi utan um stjórnskipulag, stjórnmál og löggjöf og hinsvegar að tryggja grundvallarréttindi sem talin eru undirstaða borgaralegs lýðræðissamfélags og þrískiptingar ríkisvaldsins. Stj...
Hver er munurinn á skjali og skýrslu?
Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...
Hvernig á að skrifa sjúkdómsheiti á íslensku?
Í ritreglum Íslenskrar málnefndar segir að læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) séu rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Fjallað er um þetta í gr. 1.3.3.2 d í ritreglunum og sýnd dæmi, til dæmis akureyrarveikin, asíuflensa, fuglaflensa, hermannaveiki, inflúensa, l...