Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...
Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?
Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...
Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?
Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...
Hver var Tycho Brahe?
Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...
Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?
Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis). Sjúkdómseinkennin sem fylgj...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hver var rauði baróninn?
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...
Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?
Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...
Hvað eru heilar og ræðar tölur?
Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...
Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...
Hvað er exem og hver eru einkenni þess?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...
Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?
Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru: Anatólísk mál Armenska Indó-írönsk mál Albanska Gríska Tokkarísk mál ...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Hvaða spendýr verpa eggjum?
Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...