Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4209 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?

Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?

Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Kris...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?

Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær byrja ungbörn að tárast?

Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er gos fitandi?

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er mígreni?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að svitna í vatni?

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða trjátegundir voru á Íslandi við landnám?

Einnig hefur verið spurt:Hver eru upprunalegu tré Íslands? Þegar spurt er um tré er fyrst að skilgreina hvað sé tré, samanborið við til dæmis hvað flokkast sem runni, en munurinn milli trjáa og runna er síður en svo skýr. Tré og runnar eru plöntur með fjölæra, trénaða stöngla, en frá stærstu trjám (til dæmis ri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?

Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?

Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...

category-iconVísindi almennt

Hvernig eru Elo stig í skák reiknuð út?

Mönnum hefur lengi verið hugleikið að fá úr því skorið hver sé besti skákmaður heims og ekki síður að leggja mat á það hvar einstakir skákmenn standa hvor gegn öðrum. Áður en Elo-stigin komu til sögunnar var ekki til neitt samræmt kerfi til stigaútreikninga. Á Ísland fann skákfrömuðurinn Áki Pétursson (1913-1970) ...

Fleiri niðurstöður