Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8550 svör fundust
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?
Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...
Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?
Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði. Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?
Það er svolítið erfitt að svara þessari spurningu þar sem hér er ekki skilgreint hvað átt er við með líffæri, en almennt er líffæri skilgreint sem samsafn vefja sem allir vinna saman að tilteknu hlutverki. Líkaminn er gerður úr um það bil 78 líffærum af ýmsum gerðum, auk beina, vöðva og fitu. Rýmið sem fitu- o...
Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...
Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?
Ekki er vitað fullkomlega hvernig nafnið á Vetrarbrautinni okkar, Milky Way, er til komið en á latínu heitir hún Via lactea sem hefur sömu merkingu. Alþjóðaorðið sem nú heitir á ensku galaxy er hins vegar komið beint úr grísku og er dregið af gala sem þýðir mjólk. Það er nú notað sem safnheiti um þau fyrirbæri alh...
Hvað gerðist á uppstigningardaginn?
Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...
Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?
Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...
Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?
Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...
Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...
Hvað er Zapatista?
Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það y...
Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?
Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól. Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigm...
Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?
Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta u...
Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...