Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er svolítið erfitt að svara þessari spurningu þar sem hér er ekki skilgreint hvað átt er við með líffæri, en almennt er líffæri skilgreint sem samsafn vefja sem allir vinna saman að tilteknu hlutverki.

Líkaminn er gerður úr um það bil 78 líffærum af ýmsum gerðum, auk beina, vöðva og fitu. Rýmið sem fitu- og vöðvavefir taka fer eftir samsetningu líkama hvers einstaklings. Afgangurinn af líkamanum samanstendur af 11 líffærakerfum auk beinagrindarinnar.

Beinagrindin er um 15% af þyngd meðalmanns.

Bein eru 206 talsins í fullorðnum einstaklingi og um 15% af líkamsmassa meðalmanns. Fita finnst undir húð, í kringum líffæri og inni í beinum og brjóstum. Mjög grannir íþróttamenn hafa 6-11% líkamsfitu á meðan fituhlutfallið er á bilinu 15-25% í meðalgrönnum einstaklingi, hærra í konum en körlum. Offita er skilgreind sem fituhlutfall yfir 25%. Vöðvavefir eru af þremur mismunandi gerðum: beinagrindarvöðvar, hjartavöðvi og sléttir vöðvar. Aðeins beingrindarvöðvar eru viljastýrðir. Beinagrindarvöðvar eru 42% af líkamsmassa meðalkarlmanns en aðeins 36% af líkamsþyngd meðalkonu. Sléttir vöðvar finnast í æðaveggjum, í legi kvenna, í þörmum, maga, vélinda, lungum og þvagblöðru og eru allir sjálfvirkir.

Húðin er þyngsta líffæri mannslíkamans. Í raun mætti flokka hana sem líffærakerfi með fitukirtlum, svitakirtlum, æðum, taugum og fleiri líffærum. Meðalþyngd húðar einstaklings er um 10.886 grömm eða rúmlega 15,6% í 70 kg manni sem er notaður sem viðmið í þessu svari.

Næstþyngsta líffæri mannslíkamans er lifrin. Hún er að meðaltali um 1.560 grömm á þyngd sem er um 2,2% af líkamsþyngd 70 kg manns.

Í þriðja sæti yfir þyngstu líffæri mannslíkamans er heilinn. Meðalþyngd heila er 1.263 grömm eða 1,8% af líkamsþyngd meðalmannsins.

Lungun eru í fjórða sæti yfir þyngstu líffærin. Þau vega saman að meðaltali 1.090 grömm sem eru 1,6% af þyngd meðalmanns.

Hjartað er í fimmta sæti. Í karlmanni er meðalþyngd þess 315 grömm eða 0,45% af líkamsþyngd meðalmanns.

Nýrun eru næst í röðinni yfir þyngstu líffæri mannslíkamans. Saman vega þau 290 grömm sem samsvarar 0,4% af þyngd meðalmanns.

Miltað er í sjöunda sæti og vegur um 170 grömm sem er um 0,2% af þyngd meðalmanns.

Briskirtill, skjaldkirtill og blöðruhálskirtill (karla) eru í áttunda, níunda og tíunda sæti yfir þyngstu líffæri mannslíkamans. Þau vega að meðaltali 98, 35, og 20 grömm sem samsvara 0,1%, 0,05% og 0,03% af líkamsþyngd meðalmanns.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hversu þungt er mannshjarta?

Höfundur

Útgáfudagur

30.8.2012

Spyrjandi

Sigurður Laxdal, Elva Ólafsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2012, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61610.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 30. ágúst). Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61610

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2012. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61610>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?
Það er svolítið erfitt að svara þessari spurningu þar sem hér er ekki skilgreint hvað átt er við með líffæri, en almennt er líffæri skilgreint sem samsafn vefja sem allir vinna saman að tilteknu hlutverki.

Líkaminn er gerður úr um það bil 78 líffærum af ýmsum gerðum, auk beina, vöðva og fitu. Rýmið sem fitu- og vöðvavefir taka fer eftir samsetningu líkama hvers einstaklings. Afgangurinn af líkamanum samanstendur af 11 líffærakerfum auk beinagrindarinnar.

Beinagrindin er um 15% af þyngd meðalmanns.

Bein eru 206 talsins í fullorðnum einstaklingi og um 15% af líkamsmassa meðalmanns. Fita finnst undir húð, í kringum líffæri og inni í beinum og brjóstum. Mjög grannir íþróttamenn hafa 6-11% líkamsfitu á meðan fituhlutfallið er á bilinu 15-25% í meðalgrönnum einstaklingi, hærra í konum en körlum. Offita er skilgreind sem fituhlutfall yfir 25%. Vöðvavefir eru af þremur mismunandi gerðum: beinagrindarvöðvar, hjartavöðvi og sléttir vöðvar. Aðeins beingrindarvöðvar eru viljastýrðir. Beinagrindarvöðvar eru 42% af líkamsmassa meðalkarlmanns en aðeins 36% af líkamsþyngd meðalkonu. Sléttir vöðvar finnast í æðaveggjum, í legi kvenna, í þörmum, maga, vélinda, lungum og þvagblöðru og eru allir sjálfvirkir.

Húðin er þyngsta líffæri mannslíkamans. Í raun mætti flokka hana sem líffærakerfi með fitukirtlum, svitakirtlum, æðum, taugum og fleiri líffærum. Meðalþyngd húðar einstaklings er um 10.886 grömm eða rúmlega 15,6% í 70 kg manni sem er notaður sem viðmið í þessu svari.

Næstþyngsta líffæri mannslíkamans er lifrin. Hún er að meðaltali um 1.560 grömm á þyngd sem er um 2,2% af líkamsþyngd 70 kg manns.

Í þriðja sæti yfir þyngstu líffæri mannslíkamans er heilinn. Meðalþyngd heila er 1.263 grömm eða 1,8% af líkamsþyngd meðalmannsins.

Lungun eru í fjórða sæti yfir þyngstu líffærin. Þau vega saman að meðaltali 1.090 grömm sem eru 1,6% af þyngd meðalmanns.

Hjartað er í fimmta sæti. Í karlmanni er meðalþyngd þess 315 grömm eða 0,45% af líkamsþyngd meðalmanns.

Nýrun eru næst í röðinni yfir þyngstu líffæri mannslíkamans. Saman vega þau 290 grömm sem samsvarar 0,4% af þyngd meðalmanns.

Miltað er í sjöunda sæti og vegur um 170 grömm sem er um 0,2% af þyngd meðalmanns.

Briskirtill, skjaldkirtill og blöðruhálskirtill (karla) eru í áttunda, níunda og tíunda sæti yfir þyngstu líffæri mannslíkamans. Þau vega að meðaltali 98, 35, og 20 grömm sem samsvara 0,1%, 0,05% og 0,03% af líkamsþyngd meðalmanns.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hversu þungt er mannshjarta?...