Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8421 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...

category-iconVísindi almennt

Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?

Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3. Stærsta verksmiðja telst Niz...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve lengi lifir risaskjaldbakan?

Risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) er skjaldbökutegund af ætt landskjaldbaka. Karldýr af þessari tegund geta orðið rúmir 1,2 m á lengd og vegið allt að 227 kg. Risaskjaldbakan lifir aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er J-ferill?

Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?

Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er dýpsta vatn á Íslandi og hvað er það djúpt?

Fremst á myndinni er Víti, lítið stöðuvatn sem er alltaf heitt. Dýpsta stöðuvatn á Íslandi er Öskjuvatn. Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Öskjuvatn er í Öskju í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru í Ódáðahrauni á hálendinu. [Athugasemd frá ritstjórn, 26.4.2011: Nú telst Jökulsárlón vera dýpsta vatn á Íslandi. Þet...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

category-iconMálvísindi: almennt

Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?

Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta aðmírálsfiðrildin sem berast hingað með heitum vindi lifað af sumarið á íslenskum blómum eða eru þau of auðveld bráð?

Fullvaxin fiðrildi lifa aðeins á blómasykri og ekki er ósennilegt að aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) geti sogið blómasykur úr blómum á Íslandi, sérstaklega stórum blómum í görðum. Náttúrulegt útbreiðslusvæði aðmírálsfiðrilda er í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku. Aðal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju syngja fuglar?

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla? Mest er um fuglasöng á pörunartím...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?

Eyrnamergur verður til í vaxkirtlum í húð hlustarinnar en vaxkirtlarnir eru ummyndaðir svitakirtlar. Rásir vaxkirtlanna opnast ýmist beint út á yfirborð hlustarinnar eða í rásir fitukirtla í húð hennar. Sameiginlegt seyti fitu- og vaxkirtla kallast eyrnamergur. Hlutverk eyrnamergs er að hrinda vatni frá hlustin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?

Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna. Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska heitið á Meerkat?

Spyrjandi bætir við:Lat. Suricata suricatta. Heitið er ekki marköttur en dýrið virðist falla undir mongús flokkinn. Hér er um að ræða tegund af ætt þefkatta (Viverridae). Þefkettir eru fjölskipuð ætt smávaxinna rándýra og telur nú um 70 tegundir. Dýr af tegundinni Suricata suricatta hafa verið nefnd jarðkettir...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.

Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...

Fleiri niðurstöður