Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4926 svör fundust
Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...
Hverjar eru stærstu jarðir á Íslandi – nú á tímum eða fyrr á öldinni ef nýlegar upplýsingar eru ekki til?
Þessari spurningu er flókið og illmögulegt að svara af margvíslegum ástæðum. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um afmörkun jarða til þess að byggja slíkan útreikning á. Í öðru lagi hefur skilgreining og notkun hugtaksins jörð þróast svo mikið á síðastliðinni öld að það er varla hæft til saman...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?
Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...
Er úruxinn enn til sem sérstök tegund?
Upprunalega hljóðað spurningin svona:Mér hefur skilist að forfaðir núverandi nautgripa, það er húsdýranna, sé svokalaður úruxi. Er hann ennþá til sem sérstök tegund eða sem undirtegund innan ættkvíslarinnar eins og til dæmis yak eða vatnabuffall? Úruxinn (Bos primigenius) er réttilega forfaðir núlifandi nautgri...
Af hverju pissar maður blóði?
Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að fólk pissar blóði, sumar alvarlegar og aðrar ekki. Blóðmiga (e. hematuria) er það kallað þegar blóð finnst í þvagi. Blóðmigu er skipt í bersæja (e. macroscopic) og smásæja (e. microscopic) blóðmigu eftir því hvort blóð litar þvag svo það sjáist með berum augum eða...
Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð. Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta sv...
Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?
Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...
Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?
Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafn...
Er til hnitakerfi fyrir alheiminn svipað og bauganet jarðarinnar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Er til einhvers konar tilvísunarkerfi fyrir alheiminn, svipað og lengdar- og breiddargráður á jörðinni? Áður en við svörum spurningunni skulum við skoða grunnreglur um hnitakerfi. Samkvæmt skilgreiningu eru hnit hluta samsett úr einni eða fleiri tölum sem ákvarða fullkomlega s...
Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...