Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýt...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Hvernig verða norðurljós til?
Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sa...
Hvað bendir til þess brennan í Njálu sé sönn?
Það hefur oft verið grafið á Bergþórshvoli og þar hafa fundist brunarústir. Svo virðist sem bærinn á staðnum hafi brunnið nokkrum sinnum og þess vegna er er alls ekki ólíklegt að bruninn í Njáls sögu hafi í raun og veru átt sér stað. Hægt er að lesa meira um Njáls sögu á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...
Hvernig er stærð sólar mæld?
Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...
Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?
Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...
Hvers vegna hafa fiskar engin augnlok?
Augnlokin á okkur viðhalda raka í augunum með því að dreifa táravökva um þau. Einnig verja þau augun fyrir ryki og ljósi. Fiskar hafa enga þörf til að bleyta augun í sér þar sem þeir lifa í vatni. Þess vegna hafa þeir engin augnlok en þær dýrategundir sem hafa numið land hafa smám saman þróað með sér augnlok. ...
Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?
Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...
Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.
Sögnin að olla mun komin úr ensku eða amerísku slangri. Þar er hún ýmist skrifuð olly eða ollie. Átt er við eitt aðalstökk hjólabrettamanna sem fer þannig fram að hjólabrettið loðir við fæturna í stökkinu og hjólabrettamaðurinn stendur enn á brettinu í lok stökksins. Hjólabrettakappi ollar á hjólabretti. Sög...
Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?
Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...
Hver er minnsta öreindin?
Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...
Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?
Upphafleg spurning var svohljóðandi:Lendi 18 ára unglingur í þeirri ógæfu að verða dæmdur fyrir vægt innbrot eða líkamsmeiðingu, á hann/hún þá á hættu að hafa óhreint sakavottorð það sem eftir er lífs?Um sakaskrá gildir reglugerð nr. 569/1999 um sakaskrá ríkisins, sem sett er með stoð í 2. málsgrein 19. greinar la...
Hvernig er hægt að reikna út afföll á húsbréfum út frá tölum um ávöxtunarkröfu?
Svarið við þessari spurningu kemur fram í bókinni Verðbréf og áhætta sem gefin var út af VÍB og sem er að finna á rafrænu formi á vefsetri VÍB. Við birtum svarið hér með góðfúslegu leyfi VÍB. Reiknireglan fyrir gengi húsbréfa er þessi (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu af henni): Hér má svo sjá dæmi u...
Hvert er íslenska orðið yfir ADSL eða hvernig má þýða skammstöfunina?
Skammstöfunin ADSL stendur fyrir 'asymmetric digital subscriber line' sem merkir 'ósamhverf stafræn notendalína'. Útlenda skammstöfunin er notuð óbreytt í íslensku máli. ADSL er háhraða gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur inn á Netið eða fyrirtækjanet. Með ADSL-þjónustu er notandinn sítengdur...
Hvernig varð jörðin til?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún myndaðist við það að efnisagnir sem gengu umhverfis sólina, sem þá var líka að myndast, hnoðuðust saman í sífelldum árekstrum. Þannig urðu til sífellt stærri efnisheildir sem að lokum mynduð...