Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 705 svör fundust
Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?
Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...
Er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að banna lögráða fólki að kaupa áfengi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um...
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...
Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?
Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...
Hver er saga súkkulaðisins?
Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti s...
Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?
Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...
Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?
Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...
Hvaða fugl er sjaldgæfastur?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Stofnstærð sumra sjaldgæfra tegunda er þekkt en aðrar tegundir hafa ekki sést í áraraðir vegna þess að þær lifa á svæðum sem eru óaðgengileg mönnum á einhvern hátt. Því er örðugt að útnefna eina tegund fugla til hins vafasama og varasama heiðurs að vera sjaldgæfasta fuglategund...
Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?
Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...
Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...
Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?
Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Ég er að draga 300 kg rör, hversu mikla þyngd dreg ég í raun og veru?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hæ. Ég er að reyna að finna út hvað ég er í raun að draga mikla þyngd en hef ekki rétta formúlu, ég er að draga 4 metra langt rör sem er 300 kg að þyngd og er með grófa möl undir. Getið þið hjálpað mér? Erfitt er að svara spurningunni með nákvæmu svari þar sem ýmsar nau...