Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?

Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?

Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er http:// á undan öllum vefslóðum?

HTTP stendur fyrir Hyper Text Transfer Protocol, eða samskiptastaðall til flutnings á texta. Þegar http:// stendur framan við slóð er viðtakandi slóðarinnar – netþjónninn sem tölva notandans er tengd við – látin vita að nú fari fram gagnaflutningar samkvæmt þessum staðli. Annar mögulegur staðall er FTP, File Trans...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er eðlileg ævilengd katta?

Þegar talað er um eðlilega ævilengd katta (Felis catus eða Felis silvestris catus) er mikilvægt að gera greinarmun á villtum köttum og heimilisköttum. Eðlilegur líftími villikatta er aðeins um tvö til þrjú ár. Heimiliskettir ná hins vegar mun hærri aldri. Eðlilegt þykir að þeir verði 14 ára gamlir en mörg dæmi...

category-iconHugvísindi

Var ekki fastað á miðöldum en hverjir voru það, lútherstrúarmenn eða katólikkar?

Þessu er frekar auðvelt að svara: Já, það var fastað á miðöldum og það gerðu katólskir menn en lúterstrúarmenn komu síðar til sögunnar. Siðaskiptin urðu á sextándu öld, það er að segja í byrjun nýaldar og eftir að miðöldum lauk. Fram að þeim tíma var rómversk-katólska kirkjan eina trúfélag kristinna manna í Ve...

category-iconLandafræði

Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?

Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing sem getur sett lög um ýmis innanlandsmál, til dæmis menntun, heilbrigðisþjónustu, efnahagsmál og löggæslu. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt. Álandseyjar eru 6.500 eyjar í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rampur í bílum?

Spurningum af þessum toga geta menn fengið svar við á stundinni á Veraldarvefnum í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Þar kemur fram að rampur er ekki hluti af bíl heldur þýðing á enska orðinu 'ramp' sem einnig má þýða sem skábraut. Það er líklega betri og gagnsærri þýðing, að minnsta kosti fyrir þá sem kannast ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?

Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjó...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?

Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnu...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

Fleiri niðurstöður