Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5460 svör fundust
Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?
Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...
Hver er munurinn á að deila með og að deila í?
Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...
Hvaða hlutverki gegndu Vestumeyjar í Róm til forna?
Hinar rómversku Vestumeyjar voru sex talsins. Þeirra meginhlutverk var að gæta þess að eldurinn slokknaði aldrei í opinberu eldstæði ríkisins sem kennt var við gyðjuna Vestu, en grískt heiti hennar er Hestía. Hún var hjarta Rómar og heiti hennar var nafnhvörf fyrir borgina sjálfa hjá rómverskum skáldum. Embætti Ve...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Hvernig er kampavín bruggað og hvað getið þið sagt mér um héraðið Champagne?
Champagne er fornt hérað í norðausturhluta Frakklands. Nafn þess er dregið af latneska orðinu campania sem merkir 'sveit', samanber latneska orðið campus sem í dag er aðallega notað um háskólasvæði. Champagne í Frakklandi ber sama nafn og ítalska héraðið Kampanía sem er í suðvesturhluta Ítalíu, umhverfis Napóli. ...
Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?
Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...
Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...
Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni? Mynd sem spyrjandi sendi. Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectu...
Er kjarnorka umhverfisvæn?
Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...
Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?
Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fé...
Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?
Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....