Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?

Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...

category-iconHeimspeki

Hvað eru ógöngurök?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp kók?

Það var maður að nafni Dr. John Sith Pemberton, lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, sem framleiddi fyrst sírópið sem síðar varð þekkt sem Coca-Cola, árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk og væri um leið góður á bragðið. Pemberton fór með sírópið í apótek í næsta nágre...

category-iconUmhverfismál

Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?

Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína. Erfitt er að nefna eitt vatn sem það menga...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?

Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur. Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?

Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?

Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?

Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...

category-iconFornfræði

Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?

Hugmyndir fornra heimspekinga um hlátur og það hvað er hlægilegt eru okkur að sumu leyti býsna framandi. Hlátur var gjarnan talinn til marks um taumleysi og skort á sjálfstjórn. Glaðværð og góð skemmtun þóttu í góðu lagi en hlátrasköll þóttu síður viðeigandi. Hér þarf að rata meðalveginn en um það segir Aristótele...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er Mikjálsmessa?

Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?

Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan. Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði....

category-iconHugvísindi

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

category-iconHugvísindi

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?

Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...

category-iconHugvísindi

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...

Fleiri niðurstöður