Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2373 svör fundust
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hversu mikið myndi það bæta lífsgæði fólks í þróunarlöndum ef maður tæki frá 10 krónur á dag?
Spyrjandi bætir við: „Hvar er mesta þörfin á aðstoð?“ Fátæktarstuðull er mismunandi eftir löndum en yfirleitt er talað um að fólk með afkomu undir meðallaunum í hverju landi sé fátækt (e. relative poverty). Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er talið að 1,2 milljarður manna þurfi að lifa á innan við einum...
Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?
Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...
Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?
Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...
Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?
Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk hei...
Eru spurningar sem berast vísindavefnum ritskoðaðar?
Hugsanlegt er að leggja þann skilning í orðið "ritskoðun" að svarið við þessari spurningu verði játandi. Við lagfærum strax stafsetningu og málfar á spurningunum sjálfum og styttum líka stundum þegar í stað, ef það liggur beint við. Þegar svör berast, lagfærum við spurningarnar enn frekar til að vefurinn verði sem...
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Hver er sjálfum sér næstur?
Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að niðurstöður nýjustu rannsókna með fullkomnustu mælitækjum gefi til kynna að svarið við þessari spurningu sé hver og einn en hvor mun vera um 2 mm frá sjálfum sér. Einnig höfum við af því spurnir að fáeinir, sumir, ýmsir og jafnvel allir hafi náð allgóðum árangri, eða innan...
Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?
Spurningin í heild var sem hér segir: Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna:...
Hver er minnsta eyja heims?
Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga. Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilvik...
Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?
Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Er til hálf hola? (svar 2)
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...