Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7110 svör fundust
Hvað eru og hvernig líta marbendlar út?
Marbendlar eru sagðir vera sjávarvættir sem eru að hálfu leyti í mannslíki en að öðru leyti sem fiskar eða ferfætlingar. Á þeim þekkjast ýmis önnur nöfn svo sem: hafbúi, hafdvergur, haffrú, hafgúa, hafgýgur, hafmaður, hafmær, hafstrambi, haftröll, marbúi, mardvergur, margýgur, marmennill, meyfiskur, sjóálfur, sædv...
Hvaðan fáum við kranavatnið?
Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum. Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa ...
Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?
Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?
Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeining...
Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?
Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og t...
Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?
Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...
Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?
Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í ko...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...
Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...
Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...
Hvernig urðu apar til?
Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...
Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár ...
Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...