Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6549 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...

category-iconFélagsvísindi

Hve ríkir eru Íslendingar miðað við aðrar þjóðir?

Það er dálítið snúið að mæla meðaltekjur eða framleiðslu á íbúa, einkum vegna þess að verðlag og neysluvenjur eru mjög misjafnar á milli landa. Ein leið til að bera saman tekjur í mismunandi löndum felst í því að reikna út meðaltekjur í hverju landi sem verið er að skoða í mynt viðkomandi lands og umreikna svo...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?

Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari ba...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?

Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út. Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimssty...

category-iconJarðvísindi

Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?

Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins salerni?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?

Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?

Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi. Íslenska á afar mörg orð no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur?

Upprunalega spurningin hjóðaði svona: Ef kona er gengin 40+ vikur, hvers vegna er hún sett af stað í stað þess að leyfa náttúrunni að ráða og láta hana ganga með barnið uns það kemur? Í fræðunum er talað um að eðlileg lengd meðgöngu séu 38-42 vikur. Ef meðgangan er eðlileg og móðirin heilbrigð þá er farsælast fy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar biðilsbuxur, hvaðan kemur orðasambandið 'að vera á biðilsbuxunum'?

Orðasambandið að vera á biðilsbuxunum ‛hugsa til að biðja sér stúlku’ er þekkt í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að leita til einhvers um aðstoð, oft með uppgerðar elskusemi. Einnig þekkist að vera kominn í biðilsbuxurnar. Líklegast hafa me...

Fleiri niðurstöður