Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1016 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið ...

category-iconMið-Austurlönd

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?

Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?

Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...

category-iconHugvísindi

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er ofurflæði?

Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?

Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...

category-iconStærðfræði

Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Rétt eins og hefð er orðin að segja að Bach, Mozart og Beethoven séu mestu tónskáld sögunnar, án þess að samkomulag sé um hver eigi fjórða sætið, er löngu orðið til siðs að nefna Arkimedes, Newton og Gauss sem þrjá mestu stærðfræðinga allra tíma. Gauss var þegar í lifanda lífi kallaður princeps mathematicorum, sem...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?

Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?

Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...

Fleiri niðurstöður