Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7902 svör fundust
Hvar liggur hundurinn grafinn?
Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana. Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þei...
Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?
Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...
Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?
Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...
Hvað eru gusthlaup?
Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið. Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð ...
Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...
Hvers vegna koma eldgos?
Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...
Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!
Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...
Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?
Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214). Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61). Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir: Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suður...
Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...
Er Keilir virkt eldfjall?
Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili: Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og...
Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil? Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polych...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum. Söfn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?
Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli. Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rá...
Hver er uppruni orðsins grautur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...
Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?
Öll spurningin hljóðaði svona: Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring? Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær spe...