Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1223 svör fundust
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...
Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?
Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...
Hvað eru smálán?
Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...
Hvaðan kemur orðið prímus?
Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2019?
Í marsmánuði 2019 birtust 32 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um muninn á 25 og 40 ára láni en svör um kolvetni, heila siðblindingja, græna herbe...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Hvernig myndast íshellar?
Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...
Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?
Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...
Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu?
Þeir sem hafa lært einhverja stærðfræði í framhaldsskóla muna örugglega eftir því að hafa lært að leysa jöfnur af gerðinni a x2 + b x + c = 0, þar sem tölurnar a, b og c eru einhverjar rauntölur sem eru kallaðar stuðlar jöfnunnar. Jöfnur af þessu tagi eru annars stigs jöfnur, nefndar eftir hæsta veldinu á óþekktu ...
Hvað er skammtabiti og hvernig er hann búinn til?
Í svari við spurningunni Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum? er ágæt umræða um innri gerð tölva og hugmyndina um bitann, einingu sem getur tekið tvö gildi 0 eða 1 og liggur til grundvallar öllum hefðbundnum reikningum. Þar er líka rætt um skammtabitann sem er þeirrar náttúru...
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?
Skruðningarnir sem heyrast stundum í tölvum þegar mikið er á þær lagt koma alls ekki frá örgjörvanum heldur frá harða diskinum í tölvunni. Örgjörvar eru algjörlega hljóðlausir og eina hljóðið sem rekja má til þeirra er hljóðið í viftunni sem flytur loft til eða frá kælikubbnum sem er við örgjörvann. Ástæða þ...