Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7121 svör fundust

category-iconStærðfræði

Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?

Reynum fyrst að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 2 cm, 5 cm og 8 cm. Við byrjum á því að teikna 8 cm hliðina og teiknum síðan 2 cm hliðina frá öðrum endapunkti hennar og 5 cm hliðina frá hinum endapunktinum. Eins og myndin að ofan sýnir er ekki hægt að láta 2 cm hliðina og 5 cm hliðina mætast, sama hve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að borða háhyrninga?

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega. Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?

Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...

category-iconJarðvísindi

Finnst raf á Íslandi?

Raf (gr. elektron, þ. Bernstein, e. amber) finnst ekki hér á landi. Það er „steinrunnin“ trjákvoða af barrtrjám og telst ekki vera bergtegund heldur steind (e. mineral). Þó uppfyllir það hvorki þann þátt í skilgreiningu steindar að vera af ólífrænum uppruna né hinn, að hafa reglulega kristalgrind, því raf er myndl...

category-iconLífvísindi: almennt

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?

Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...

category-iconHagfræði

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna fl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...

category-iconHugvísindi

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconNæringarfræði

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann. Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?

Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um skelkrabba?

Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...

Fleiri niðurstöður