Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7121 svör fundust
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?
Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi. ...
Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?
Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...
Hvað er gerilsneyðing?
Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, s...
Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...
Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?
Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...
Hvaða lög teljast almenn lög og standa sérlög þeim alltaf framar?
Almenn lög eru þau sem Alþingi setur og taka gildi við undirritun forseta Íslands, þau eru í rauninni hefðbundin lög. Almennum lögum er svo skipt upp í almenn lög og sérlög eftir því hversu rúmt eða afmarkað gildissvið þau hafa. Sérlög fjalla sérstaklega um tiltekið og afmarkað (þröngt) efni, andstætt almennum lög...
Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi. Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein ...
Hvers konar rit er Sturlunga?
Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...
Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...
Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?
Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...
Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla. Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frá...
Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...
Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð? Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, h...