Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?

Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er „supernova“?

Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær ætli fljúgandi bílar komi til sögunnar?

Við höfum áður fjallað um flugbíla á Vísindavefnum, til að mynda í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Niðurstaða þess svars eru sú að ekki er líklegt að hentugir og hagkvæmir flugbílar verði almenningseign í náinni framtíð. Ýmsar tæknilegar og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver farið til Plútó?

Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá. Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi. Nánast öll könnun geimsins fer fram ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

category-iconJarðvísindi

Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?

Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?

Hin upprunalegu íslensku tré, ilmbjörkin (Betula pubescens) og ilmreynir (Sorbus aucuparia), verða ekki mjög gömul miðað við fjölmargar erlendrar trjátegundir. Sennilega verða þau vart meira en 80 ára gömul. Því má ætla að innfluttar trjátegundir sem gróðursettar voru á 19. öld séu elstu tré landsins. Elsta tr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

category-iconLæknisfræði

Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?

Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað við sjómennsku á Íslandi?

Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 með síðari breytingum. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast en einnig skal nefndin rannsaka öll slys þar sem manntjón verður, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Rannsóknarnefnd sjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir skógarþröstur lengi?

Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?

Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum...

Fleiri niðurstöður