Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2152 svör fundust
Úr hverju er húðin?
Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...
Hvað er blóð?
Blóð samanstendur af blóðvökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðfrumurnar eru þrenns konar; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Af þessum þremur tegundum fruma eru rauðkornin fyrirferðamest því við eðlilegar aðstæður mynda þau um 45% af blóðinu. Lesa má ...
Er hægt að tala við dýr?
Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...
Eru til tenntir fuglar?
Nú á dögum finnast engir tenntir fuglar. Margir fræðimenn telja að gen sem stuðla að tannvexti hafi stökkbreyst og orðið óvirk í fuglum fyrir um 70 milljónum ára. Steingerðar leifar af mörgum forsögulegum fuglategundum benda til þess að þær hafi verið tenntar líkt og áar þeirra skriðdýrin. Öglir (Archaeopteryx), s...
Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?
Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...
Hvað er hjarta búrhvals þungt?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...
Hversu djúpt er Lagarfljót?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands? Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...
Hvernig býr maður til teiknimyndir?
Það er auðvelt að búa til teiknimyndir án flókins búnaðar. Það eina sem þarf er blýantur og bók. Myndir eru teiknaðar á spássíu bókarinnar, ein á hverja síðu, alltaf á sama stað. Þegar bókinni er flett hratt virðast kyrrstæðu myndirnar hreyfast, eins og í teiknimyndum. Til þess að teiknimyndir virðist raunveru...
Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Er til annað sólkerfi?
Já, það er til annað sólkerfi og reyndar allnokkur sem menn vita um með fullri vissu. Skilgreiningin á sólkerfi er þessi: Sólstjarna með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Fram til ársins 1990 var sólkerfið okkar það eina sem vitað var um með fullri vissu. Síðan þá hafa mörg önnur fun...
Úr hverju þróuðust hvalir?
Vísindamenn telja líklegast að allir hvalir nútímans séu komnir af skepnu sem kallast mesonychid. Það var dýr sem leitaði í vatn fyrir um 55 milljónum ára. Ástæðan fyrir því að mesonychid leitaði "aftur til hafsins" er líklega sú að samkeppni um fæðu var of mikil á landi. Líkleg heimkynni mesonychid fyrir þe...
Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...
Af hverju gjósa eldfjöll?
Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu! Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfar...
Verður heimsendir árið 2012? - Myndband
Mikið hefur borið á á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er því spáð að...