Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3817 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?

Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?

Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...

category-iconVísindi almennt

Hver er munurinn á kenningu og lögmáli?

Orðin „kenning“ og „lögmál“ eru notuð með ýmsum hætti í daglegu máli. Ef við takmörkum okkur hins vegar við það hvernig hugtökin eru notuð innan vísinda má greina mikilvægan mun á kenningum og lögmálum. Fyrir það fyrsta er kenning almennara hugtak en lögmál í þeim skilningi að þótt ekki séu allar kenningar lögmál ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það? Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?

Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?

Sögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-): Eintala 1. persónasmíða-ði 2. persónasmíða-ðir 3. persónasmíða-ði Fleirtala 1. persónasmíðu-ðum 2. persónasmíðu-ðuð 3. persó...

category-iconHeimspeki

Hvenær er rökfærsla sönn?

Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margir búa í Bandaríkjunum?

Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi. Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eit...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Serkir?

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconHagfræði

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum f...

Fleiri niðurstöður