Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 819 svör fundust
Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?
Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...
Af hverju þurfum við á mannréttindalögum að halda? Er ekki nóg að hafa lög í hverju landi?
Langflestar þjóðir vilja tryggja þegnum sínum ákveðin grundvallarréttindi og hafa því lögleitt mannréttindaákvæði. Mannréttindi takmarka heimildir ríkisvaldsins til íhlutunar í garð borgaranna og veita þannig öryggi og réttindi í samskiptum við hið opinbera. Þau eru þó engin trygging fyrir því að stjórnvöld taki g...
Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?
Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...
Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?
Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...
Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?
Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...
Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?
Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...
Af hverju verður sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki ef álið er á föstu formi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður bara sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki þegar álið er komið í fast form? Ál er frumefni númer 13 í lotukerfinu. Ál er mjúkur málmur, bræðslumark þess er 660°C og suðumarkið er 2.470°C. Til samanburðar er suðumark vatns einung...
Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?
Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...
Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?
Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...
Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?
Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...
Eru jólasveinar til í alvörunni?
Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...