Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5519 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

category-iconHugvísindi

Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?

Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?

Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?

Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig býr maður til app?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það? Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleir...

category-iconVeðurfræði

Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi. Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. S...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconLæknisfræði

Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?

Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?

Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur samhjálp ólíkra tegunda þróast á þann hátt að önnur tegundin svindli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig þróast samhjálp og svindl í samskiptum tegunda? Samhjálp ólíkra tegunda þekkist víða í lífheiminum. Samhjálp (e. mutualism) er skilgreind sem samskipti milli einstaklinga tveggja tegunda sem báðir njóta góðs af. Afrán eða sníkjulífi (e. parasitism) er hins vega...

Fleiri niðurstöður