Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 983 svör fundust
Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?
Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...
Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hvað er fóstbræðralag og hvers vegna sórust menn í fóstbræðralag?
Í ýmsum Íslendingasögum segir frá þeim sið manna að sverjast í fóstbræðralag. Af lýsingum má dæma að þetta hafi verið heiðinn siður en ekki stundaður á þeim tíma þegar sögurnar voru færðar í letur. Í Gísla sögu Súrssonar er lýst hugmyndum 13. aldar manna um það hvernig slíkri athöfn hefði verið háttað í heiðnum...
Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...
Hvað er Kallmansheilkenni?
Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvað eru hrúgurök?
Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?
Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Hvernig virkar reykskynjari?
Reykskynjari (smoke detector) er tæki sem nemur reyk og gefur þá frá sér merki, oft hljóðmerki, þegar reykurinn nær ákveðnum mörkum. Reykskynjarar eru mjög algeng, einföld og ódýr öryggistæki sem finna má á flestum heimilum og vinnustöðum. Í þeim er yfirleitt nemi og hljóðgjafi. Skynjunarhluti þeirra byggist yfirl...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?
Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...