Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7033 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað er gegnumtrekkur?

Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...

category-iconHugvísindi

Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?

Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru stýrikerfi búin til og hvernig virka þau?

Stýrikerfi eru yfirleitt gríðarlega flókin og margþættur hugbúnaður. Þess vegna er ekki auðvelt að svara því í stuttu máli hvernig þau eru búin til. Stýrikerfi koma alls staðar við sögu í notkun á tölvunni. Til að útskýra hversu margt stýrikerfið þarf að sjá um þá skulum við taka sem dæmi þegar notandi keyrir upp ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtabiti og hvernig er hann búinn til?

Í svari við spurningunni Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum? er ágæt umræða um innri gerð tölva og hugmyndina um bitann, einingu sem getur tekið tvö gildi 0 eða 1 og liggur til grundvallar öllum hefðbundnum reikningum. Þar er líka rætt um skammtabitann sem er þeirrar náttúru...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?

Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára. Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er me...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?

Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er „supernova“?

Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fallbeygir maður orð á íslensku, eins og til dæmis negul?

Vísindavefurinn hefur áður svarað nokkrum spurningum um beygingar orða. Hér eru nokkur dæmi um þær: Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtöluHvernig beygist sögnin að skína?Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli? Upplýsingar um beygingar orða er hins vegar auðvelt að finna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?

Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?

Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?

Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður. Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö mi...

Fleiri niðurstöður