Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4199 svör fundust
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?
Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóm...
Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hvað er vormeldúkur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Í Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (bls. 89, 3. útg.) er lýst taubút sem fannst í fornmannagröf og sagt að "Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldug sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum." En hvað er vormeldúkur? Í Blöndals orðabók er orðið þýtt sem "Vor...
Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...
Hvað er Kabbala?
Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...
Hvaða rönd er átt við þegar menn segja "í aðra röndina"?
Orðið rönd merkir ‘brún, barmur, jaðar, rák’. Orðasambandið í aðra röndina merkir ‘að hálfu leyti, að nokkru leyti, hálfvegis’ og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því um miðja 19. öld. Líkingin í orðasambandinu er ekki fullljós. Þó gæti verið átt við brún til dæmis á umslagi þar sem ein rönd...
Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn? Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þót...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?
Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...
Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...
Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?
Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...