Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7287 svör fundust
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...
Er erfitt að læra forritun?
Spyrjandi bætir einnig við:Er hægt að kaupa sér kennslubækur í einhverjum tölvubúðum?Sumum finnst mjög auðvelt að læra forritun en aðrir ná sér aldrei almennilega á strik í því. Þeir sem hafa gaman af rökhugsun og nákvæmnisvinnu tileinka sér í flestum tilvikum forritun tiltölulega auðveldlega. Ef fólk vill komast ...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Dreymir ketti?
Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru. Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru ...
Hvaðan kemur sögnin að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Er sagnorðið að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta, íslenskt orð? Hvaðan kemur það? Er það tengt enska orðinu solo? Sögnin að sóla er eitt af mörgum orðum úr erlendu tungumáli sem lagað hefur verið að íslensku. Í þessu tilviki er veitimálið enska. Enska orðið solo getu...
Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?
Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...
Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?
Í risahvönn (Heracleum mantegazzianum) eru ertandi efni, til dæmis fúranókúmarín, sem valda blöðrum og útbrotum, líkt og eftir bruna ef þau komast í snertingu við húð, sérstaklega í sólskini. Ekki fundust heimildir um að risahvönn væri notuð í matreiðslu á annan hátt en þann að þurrkuð fræ hennar eru notuð sem k...
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?
Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Er jörðin flöt?
Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvað er skák?
Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...