Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8739 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconStærðfræði

Hvað er sýndarfylgni?

Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...

category-iconJarðvísindi

Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?

Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

category-iconÞjóðfræði

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

category-iconHeimspeki

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru átröskunarsjúkdómar?

Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve langt er milli jarðarinnar og Merkúríusar?

Meðalfjarlægð Merkúríusar frá sólu er 57.900.000 km og meðalfjarlægð jarðar frá sólu er 149.503.000 km. Minnsta fjarlægð Merkúríusar frá jörðu er 91.603.000 km en mesta fjarlægðin er 207.403.000 km. Minnsta fjarlægð fæst þegar maður dregur 57.900.00 km (fjarlægð Merkúríusar frá sólu) frá 149.503.000 km (fjarlæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?

Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síða...

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru hveraörverur?

Hveraörverur eru, eins og nafnið bendir til, örverur sem lifa í hverum. Þessar örverur geta verið margbreytilegar og tilheyra öllum þremur ríkjum lífvera, það er ríkjum heilkjörnunga (eukarya), baktería eða gerla (bacteria) og fornbaktería (archaea). Þær heilkjarna örverur sem finnast í hverum, eins og til dæm...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan er orðið rasismi komið?

Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...

Fleiri niðurstöður